Nýung hefur störf eftir sumarfrí

Á myndinni eru þrír af fjórum starfsmönnum Nýungar þau Reynir Hólm Gunnarsson, Adda Steina Haraldsdó…
Á myndinni eru þrír af fjórum starfsmönnum Nýungar þau Reynir Hólm Gunnarsson, Adda Steina Haraldsdóttir og Árni Pálsson.

Félagsmiðstöðin Nýung er að hefja starfsemi sína eftir sumarfrí. Fyrsta opnunin verður mánudaginn 29. ágúst klukkan 19:30-22:00. Fastar opnanir fyrir unglinga í 8.-10. bekk verða á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 19:30–22:00 og á föstudögum frá klukkan 19:30-22:30.

Þriðjudaga og fimmtudaga er boðið upp á sérstaka klúbbastarfsemi sem verður auglýst betur síðar.
Opnanir fyrir miðstig grunnskóla byrja 5. september og verða auglýstar betur síðar.

Í vetur verður eins og áður reynt að koma til móts við sem flesta hvað varðar áhugasvið og boðið upp á alls konar afþreyingu í formi viðburða, námskeiða og fræðslu. 

Strætó gengur á  milli Egilsstaða og Fellabæjar með sama sniði og á síðasta starfsári.

Starfsmenn þennan veturinn verða Árni Heiðar Pálsson, Reynir Hólm Gunnarsson, Guðgeir Einarsson og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir.

Á heimasíðu Nýungar má fá frekari upplýsingar um starfsemina http://nyung.fljotsdalsherad.is/is/forsida.