Félagsmiðstöðin Nýung er að hefja starfsemi sína eftir sumarfrí. Fyrsta opnunin verður mánudaginn 29. ágúst klukkan 19:30-22:00. Fastar opnanir fyrir unglinga í 8.-10. bekk verða á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 19:30–22:00 og á föstudögum frá klukkan 19:30-22:30.
Þriðjudaga og fimmtudaga er boðið upp á sérstaka klúbbastarfsemi sem verður auglýst betur síðar.
Opnanir fyrir miðstig grunnskóla byrja 5. september og verða auglýstar betur síðar.
Í vetur verður eins og áður reynt að koma til móts við sem flesta hvað varðar áhugasvið og boðið upp á alls konar afþreyingu í formi viðburða, námskeiða og fræðslu.
Strætó gengur á milli Egilsstaða og Fellabæjar með sama sniði og á síðasta starfsári.
Starfsmenn þennan veturinn verða Árni Heiðar Pálsson, Reynir Hólm Gunnarsson, Guðgeir Einarsson og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir.
Á heimasíðu Nýungar má fá frekari upplýsingar um starfsemina http://nyung.fljotsdalsherad.is/is/forsida.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.