Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 7.september var eftirfarandi bókun gerð og samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar SSA frá 18. ágúst, þar sem lýst er yfir gríðarlegum vonbrigðum með þann farveg sem hið opinbera hefur sett á málefni innanlandsflugvallar í Reykjavík. Samhliða þessum afdrifaríku ákvörðunum, hafa yfirvöld ekki lagt fram neina áætlun eða stefnu um það hvernig tryggja eigi öryggi og heilsu íbúa á Austurlandi og um land allt. Það er skýlaus krafa að úr því verði bætt.