Haldið verður námskeið í samtímadansi fimmtudaginn 8. september frá 16:00 til 18:00 í Sláturhúsinu.
Námskeiðið er á vegum Vegahússins í samstarfi við Menningamiðstöð Fljótsdalshéraðs. Námskeiðið er ætlað áhugasömum ungmennum á aldrinum 13-25 ára og er ókeypis.
Kennd verður undirstöðu kunnátta í samtímadansi, lögð áhersla á að bæta hreyfingu og samdir dansar í samvinnu við aðra í litlum hópum.
Kennari námskeiðsins er dansarinn Billie Hanne en hún dvelur nú í listamannaíbúð Sláturhússins og mun sýna verk sitt Deep Brown Sea í Frystiklefanum miðvikudaginn 14.september klukkan 18:00. Þangað eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Áhugasamir geta skráð í á námskeiðið á netfanginu arnipals@egilsstadir.is eða mætt á staðinn kl 16:00 á fimmtudaginn.
Þetta er frábært tækifæri sem áhugafólk um dans ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Einnig er Billie á ferð með verk sitt Melchior en það gerir hún með fyrirtæki sínu Billie & Wheelgood.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.