Vetraropnun sundlaugarinnar frá 1. september

Tímatafla Héraðsþreks haustið 2016.
Tímatafla Héraðsþreks haustið 2016.

Á morgun fimmtudaginn 1. september breytist opnunartími Sundlaugarinnar á Egilsstöðum. Þar verður opnað klukkan 6:30 virka daga og lokað klukkan 20:30 en laugardag og sunnudaga verður opið frá klukkan 10:00 til 17:00.

Þá er vetrardagskrá Héraðsþreks komin út – þar má m.a. sjá að það er hægt að byrja daginn þar klukkan 6.30 ýmist með því að fara jóga eða spinning. Dagskrána má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni eða hér. Fyrstu hóptímarnir í litla salnum hefjast 15. september.