- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Um þessar mundir dvelur Billie Hanne dansari og danshöfundur í Kaffistofunni, listamannaíbúð Sláturhússins. Billie kemur frá Belgíu og starfar sem danslistamaður og kennir um allan heim. Hún segist hafa komið til Íslands í leit að innblæstri og frið til að vinna að list sinni. Billie sækir sérstaklega að vinna með óhefðbundin rými og er því einkar hrifinn af Sláturhúsinu.
Auk þess að vinna hér að nýjum verkum og sýna eldra verk, heldur Billie fyrirlestur fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum. En koma Billie er liður í verkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem felst í því að bjóða sviðslistafólki, innlendu og erlendu, að koma og vinna að verkum sínum hér á Austurlandi. Markmiðið með þessu er að efla faglegt umhverfi sviðslista hér á svæðinu með samvinnu heimamanna og þeirra listamanna sem hingað koma.
Miðvikudaginn 14. september kl. 18.00 verður Billie með sýningu á Deep Brown Sea í Frystiklefa Sláturhússins. Í kjarna sínum fjallar verkið um hvernig efla má sköpun og uppbyggingu hreyfinga, leyfa náttúrulegum og ljóðrænum sambræðingi tóna og hreyfinga bergmála í tíma og rúmi.
Allir velkomnir og er frítt inn.