Fréttir

Fjallahjólakeppni á sumarhátíð

Í tengslum við fjallahjólakeppni á sumarhátíð ÚÍA og Síldarvinnslunnar verður hluta stíga í Selskógi lokað á milli klukkkan 10 og 11:30 eða á meðan keppni stendur laugardaginn 7. júlí.
Lesa

Sumarhátíð UÍA og Íslandsmót í bogfimi um helgina

Um helgina fara fram tvö íþróttamót á Héraði. Annars vegar er það hin árlega Sumarhátíð UÍA og hins vegar er um að ræða Íslandsmótið í bogfimi utanhúss.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

278. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 4. júlí 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Tónlistarstundir halda áfram

Tvennir tónleikar verða haldnir í þessari viku í tónleikaröðinni Tónlistarstundir, sem Torvald Gjerde, orgelleikari og tónlistarkennari stendur fyrir. Fimmtudaginn 28. júní klukkan 20 koma þrír efnilegir nemendur tónlistarskólanna fram í Egilsstaðakirkju
Lesa

Vel heppnað Meistaramót á Egilsstöðum

Helgina 23. – 24. júní 2018 var Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11 -14 ára haldið á Egilsstöðum. Mótið tókst í heild sinni mjög vel og er óhætt að segja að keppendur, sjálfboðaliðar og áhorfendur hafi verið sérlega heppin með veður.
Lesa

Tveggja daga torfæruveisla

Þriðja umferð Íslandsmótsins í torfæru fer fram á Mýnesi, sex kílómetra fyrir norðan Egilsstaði, dagana 30. júní og 1. júlí. Um leið fer fram Norðurlandamót FIA/NEZ. Alls eru 26 keppendur skráðir til leiks. Búast má við skemmtilegri keppni enda er veðurspáin góð fyrir helgina. Keppni hefst klukkan 13 báða dagana.
Lesa

Fjórir ungir Egilsstaðabúar í WOW cyclothon

Nú á þriðjudaginn halda fjórir ungir hjólreiðakappar, úr ungmennafélaginu Þristi, af stað í WOW cyclothon en það er hjólreiðakeppni þar sem hringvegurinn er hjólaður eða alls 1358 km.
Lesa

Skógardagurinn mikli

Skógardagurinn mikli verður haldinn með hefðbundnu sniði laugardaginn 23. júní. Þetta er fjórtánda árið sem hátíðin er haldin í Trjásafninu á Hallormsstað. Veðurspáin er fín og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum.
Lesa

Málefnasamningur nýs meirihluta undirritaður

Málefnasamningur D- og B-lista á Fljótsdalshéraði var undirritaður í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í samningnum er staðfest að listarnir myndi saman meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, kjörtímabilið 2018-2022.
Lesa

Meistaramót Íslands í frjálsum á Vilhjálmsvelli

Um helgina, dagana 23. og 24. júní, fer fram á Vilhjálmsvelli Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, fyrir aldurinn 11 til 14 ára. Mótið er haldið undir merkjum ÚÍA og með styrkri stjórn Frjálsíþróttadeildar Hattar.
Lesa