- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tvennir tónleikar verða haldnir í þessari viku í tónleikaröðinni Tónlistarstundir, sem Torvald Gjerde, orgelleikari og tónlistarkennari stendur fyrir. Fimmtudaginn 28. júní klukkan 20 koma þrír efnilegir nemendur tónlistarskólanna fram í Egilsstaðakirkju. Það eru þau Þuríður Nótt Björgvinsdóttir (fiðla), Kristófer Gauti Þórhallsson (fiðla) og Katrín Edda Jónsdóttir (píanó), ásamt Charles Ross (selló) og Torvald Gjerde (orgel og píanó).
Sunnudaginn 1. júlí halda þau Sóley Þrastardóttir, sem leikur á flautu og Öystein M. Gjerde, sem leikur á gítar, tónleika í Vallaneskirkju og þeir tónleikar hefjast einnig klukkan 20.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir eru velkomnir.