Tvennir tónleikar verða haldnir í þessari viku í tónleikaröðinni Tónlistarstundir, sem Torvald Gjerde, orgelleikari og tónlistarkennari stendur fyrir. Fimmtudaginn 28. júní klukkan 20 koma þrír efnilegir nemendur tónlistarskólanna fram í Egilsstaðakirkju. Það eru þau Þuríður Nótt Björgvinsdóttir (fiðla), Kristófer Gauti Þórhallsson (fiðla) og Katrín Edda Jónsdóttir (píanó), ásamt Charles Ross (selló) og Torvald Gjerde (orgel og píanó).
Sunnudaginn 1. júlí halda þau Sóley Þrastardóttir, sem leikur á flautu og Öystein M. Gjerde, sem leikur á gítar, tónleika í Vallaneskirkju og þeir tónleikar hefjast einnig klukkan 20.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir eru velkomnir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.