14.05.2018
kl. 16:24
Jóhanna Hafliðadóttir
Nú þegar sumarið nálgast óðfluga er ekki úr vegi að benda á allt það frábæra tómstundastarf sem fer fram á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa
11.05.2018
kl. 16:05
Jóhanna Hafliðadóttir
275. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. maí 2018 og hefst hann kl. 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
07.05.2018
kl. 18:27
Jóhanna Hafliðadóttir
Vinnuskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum 2002-2005 eða í 7. til 10. bekk og verður hann starfræktur frá 4. júní til 17. ágúst. Nemendur sem óska eftir vinnu í vinnuskólanum verða að sækja um í gegnum Íbúagáttina og umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2018.
Lesa
07.05.2018
kl. 12:08
Jóhanna Hafliðadóttir
Fjórir listar verða í boði við sveitarstjórnarkosningar á Fljótsdalshéraði vorið 2018, B listi Framsóknarflokks, D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, L listi Samtaka félagshyggjufólks – Héraðslistinn og M listi Miðflokksins. Kjördagur er 26. maí.
Lesa
03.05.2018
kl. 20:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagi á fundi sínum 2. maí 2018. Áætlunin er unnin af fyrirtækinu Skýr Sýn ehf í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins og hefur fengið staðfestingu Íbúðalánasjóðs.
Lesa
02.05.2018
kl. 17:00
Jóhanna Hafliðadóttir
List án Landamæra á Fljótsdalshéraði verður opnuð með formlegum hætti í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum laugardaginn 5. maí klukkan 17. Margt er á dagskrá hátíðarinnar, eins og undanfarin ár, sem að þessu sinni fer öll fram í Sláturhúsinu. Flutt verður tónlist og opnaðar eru sex sýninga
Lesa
28.04.2018
kl. 16:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Friðþór Vestmann Ingason heldur fyrirlestur í Ásheimum mann- og geðræktarmiðstöð, Miðvangi 22, fimmtudaginn 3. maí klukkan 20. Hann kynnir þar bók sína Lærdómsvegurinn og segir sögu sína og fjölskyldunnar, eftir að hann greindist með geðsjúkdóm og var lagður inn á geðdeild.
Lesa
28.04.2018
kl. 12:00
Jóhanna Hafliðadóttir
274. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjar-stjórnar miðvikudaginn 2. maí 2018 og hefst hann klukkan 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
27.04.2018
kl. 16:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna um allt land í þrjár vikur ár hvert. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og á síðasta ári voru tæplega 400 vinnustaðir skráðir til leiks. Í ár fer Hjólað í vinnuna fram frá 2. – 22. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa
27.04.2018
kl. 12:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Leiksýningin Yfir landamærin verður sýnd í Sláturhúsinu menningarmiðstöð þriðjudaginn 1. maí klukkan 15:00. Sýningin gerist á lítilli lestarstöð í Englandi árið 1939. Hana, 9 ára gyðingastúlka bíður eftir að vera sótt af nýjum foreldrum og að hefja nýtt líf á nýjum stað í landi þar sem enginn talar málið hennar. Sýningin er á tékknesku en er ætluð áhorfendum, 6 ára og eldri, sem ekki tala eða skilja það mál.
Lesa