Fréttir

1. fundur nýrrar bæjarstjórnar á miðvikudag

277. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. júní 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

17. júní og nýjar sýningar opnaðar í Safnahúsinu og Sláturhúsinu

Dagskrá Þjóðhátíðardags Íslendinga, þann 17. júní, fer fram á Fljótsdalshéraði í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, eins og undan farin ár. Þá verða opnaðar þrjár nýjar sýningar í Sláturhúsinu menningarsetri og í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Þetta eru sýningarnar Nr. 2 Umhverfing, Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi? og Gull og gersemar.
Lesa

Margt í boði fyrir börn og ungmenni í sumar

Minnum á Sumarfjör 2018, en fjölbreytt framboð er á tómstundum fyrir börn og ungmenni á Fljótsdalshéraði í sumar. Við hvetjum alla til að kynna sér það sem í boði er.
Lesa

Tónlistarstundir á Héraði að hefjast

Tónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði hefjast á þriðjudagskvöld í Egilsstaðkirkju með orgeltónleikum. Haldnir verða sex tónleikar, fjórir í Egilsstaðakirkju og tveir í Vallaneskirkju.
Lesa

Eyþór fær umhverfisviðurkenningu

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 23. maí 2018 var Eyþóri Hannessyni veitt viðurkenning frá sveitarfélaginu fyrir hugsjónastarf hans við hreinsun svæða í og við þéttbýlið á Egilsstöðum og Fellabæ. Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar Eyþóri Hannessyni óeigingjarnt starf hans í þágu samfélagsins.
Lesa

Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði - Deiliskipulag flugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 2. maí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv.. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Vilhjálmsvöllur lokaður til þriðjudags

Vilhjálmvöllur er lokaður til og með mánudagsins 11.júní vegna málningarvinnu á hlaupabrautum og öðrum tartansvæðum.
Lesa

Kynning á lýðheilsuvísum 2018 á Fljótsdalshéraði

Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis, sem eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar, voru kynntir á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær, 6. júní.
Lesa

Rafbókasafnið á Bókasafni Héraðsbúa

Í byrjun mánaðar eða 1.júní var ár liðið frá því að Bókasafn Héraðsbúa og notendur safnsins fengu aðgang að Rafbókasafninu. Í Rafbókasafninu er hægt að nálgast raf- og hljóðbækur en þær eru enn flestar á erlendum tungumálum.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. júní

276. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. júní 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa