Tónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði hefjast á þriðjudagskvöld í Egilsstaðkirkju með orgeltónleikum. Haldnir verða sex tónleikar, fjórir í Egilsstaðakirkju og tveir í Vallaneskirkju. Allir eru velkomnir á tónleikana og það er enginn aðgangseyrir.
Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi.
Lenka Mateova organisti í Kópavogskirkju, sem áður var á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Heydölum og Kittý Kovács organisti á Vestmannaeyjum, nýútskrifaður einleikari frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Kammerkór Egilsstaðakirkju, undir stjórn Torvalds Gjerde, syngur tónleika á Tónlistarstund í Vallaneskirkju, fimmtudaginn 14. júní klukkan 20. Á efnisskránni eru til dæmis falleg íslensk sem og erlend vor- og sumarlög auk tveggja kafla úr Missa Papae Marcelli eftir Palestrina.
Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, ættuð úr Berufirði og Alda Rut Garðarsdóttir, píanó, frá Stöðvarfirði.
Framhaldsnemar á fiðlu og píanó frá Egilsstöðum, Charles Ross, selló, tónlistarkennari á Héraði og Torvald Gjerde, píanó og orgel, organisti og tónlistarkennari á Héraði.
Sóley Þrastardóttir, flauta, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Öystein M. Gjerde, gítar, tónlistarkennari á Héraði.
Olga vocal, 5-manna sönghópur, frá Hollandi, þar á meðal tveir Íslendingar. Hópurinn hefur komið fram í ýmsum löndum, einnig í íslensku sjónvarpi.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fljótsdalshéraði, Alcoa, Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.