Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 23. maí 2018 var Eyþóri Hannessyni veitt viðurkenning frá sveitarfélaginu fyrir hugsjónastarf hans við hreinsun svæða í og við þéttbýlið á Egilsstöðum og Fellabæ. Eyþór hefur verið óþreytandi við að hreinsa og fegra umhverfið og hvetja samborgarana til að taka þátt í verkefninu og huga að umgengni sinni við móður náttúru. Við umfjöllun bæjarstjórnar um málið var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar Eyþóri Hannessyni óeigingjarnt starf hans í þágu samfélagsins. Með fórnfúsu starfi í þágu umhverfismála er Eyþór öðrum íbúum góð fyrirmynd og hvetur bæjarstjórn alla íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að allri umgengni og gæta þess að umbúðir og annað sorp dreifist ekki út í náttúruna.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.