Fréttir

Sumaráætlun strætó í gildi frá 4. júní

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði tekur gildi mánudaginn 4. júní. Það er eins og áður fyrirtækið Sæti ehf. sem sér um ferðirnar.
Lesa

Síðustu dagar Hreyfiviku 2018

Nóg að gera um helgina á Hreyfiviku: Rathlaup í Selskógi, frísbígolfstuð í Tjarnargarðinum, WOD og FIT í CrossFit Austur, Partíspinning og sundleikfimi í Íþróttahúsinu og Ferðafélagið fer í Húsey á laugardag og Skálanes á sunnudag.
Lesa

Rannsóknasetur HÍ sett aftur á fót og Unnur Birna Karlsdóttir ráðin forstöðumaður

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi hefur tekið starfa á ný með ráðningu Unnar Birnu Karlsdóttur í starf forstöðumanns. Þetta kemur fram á vefsíðu Stofnunar rannsóknasetra HÍ. Starfið var auglýst í lok mars sl. og ákveðið að ráða Unni Birnu að loknu dómnefndar- og valnefndarferli. Með ráðningu forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi er stigið afar mikilvægt skref í þróun starfsemi rannsóknasetra Háskóla Íslands um land allt.
Lesa

Hreyfivika fram að helgi

Hreyfivika er komin vel af stað og hefur verið vel mætt í fjölbreytta viðburði þessa fyrstu daga. Á þriðjudaginn 29. maí stökk til að mynda vaskur hópur kvenna upp á hjólin sín og hjólaði, undir styrkri stjórn Silju Arnfinnsdóttur, að Urriðavatni. Í dag, fimmtudaginn 31. maí, bjóða Hjólaormar Þristar upp á léttan hjólatúr fyrir alla fjölskylduna
Lesa

Leikskólabörnum á Fljótsdalshéraði fjölgar

Sú ánægjulega staða er í samfélaginu okkar að leikskólabörnum fjölgar, m.a. vegna þess að óvenju mörg eldri leikskólabörn eru að flytja til okkar. Jafnframt vill svo til að tveir óvenju stórir árgangar verða í leikskólunum á næsta skólaári, bæði 2013 og 2016 árgangarnir eru fjölmennir, en 2013 árgangurinn lýkur sinni leikskólagöngu á næsta skólaári.
Lesa

Hreyfivika fer vel af stað

Vel var mætt í fjölskyldugöngu upp að Fardagafossi mánudagskvöldið 28. maí, en það var Ungmennafélagið Þristur sem stóð fyrir þeim viðburði.
Lesa

Fyrsti í Hreyfiviku

Mánudagurinn 28. maí er fyrsti formlegi dagur Hreyfiviku 2018, þó svo að vikunni hafi verið þjófstartað með Gönguguðsþjónustu í gærmorgun.
Lesa

Vorhreingerning á Íþróttamiðstöðinni

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum er lokuð dagana 29. til 31. maí. „Nú á að taka allt saman í gegn, þrífa og gera við og undirbúa fyrir sumarið“, segir Karen Erla forstöðukona Íþróttamiðstöðvarinnar. Þetta gildir um sal, sundlaug og Héraðsþrek.
Lesa

Öll framboðin komu að manni

Héraðslistinn og Sjálfstæðisflokkur og óháðir fá þrjá menn hvort framboð í næstu bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Öll framboðin fjögur koma að manni. Á kjörskrá voru 2560, atkvæði greiddu 1834 eða 71,64%. Kjörsókn er tveimur prósentustigum betri en í síðustu kosningum. Talningu var lokið fyrir miðnætti.
Lesa

Hreyfivika á Fljótsdalshéraði

Í næstu viku, 28. maí – 3. júní, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Venju samkvæmt er Hreyfivika, sem hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl, haldin um allt land og á Fljótsdalshéraði verður vegleg dagskrá, líkt og hefur verið síðustu ár.
Lesa