Vinnuskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum 2002-2005 eða í 7. til 10. bekk og verður hann starfræktur frá 4. júní til 17. ágúst. Nemendur í 9. og 10. bekk geta fengið vinnu í sjö klst á dag allan starfstíma Vinnuskólans. Nemendur í 8. bekk geta fengið vinnu í sjö klst á dag í átta vikur og nemendur í 7. bekk geta unnið 3,5 klst á dag í sex vikur.
Helstu verkefni nemenda vinnuskólans eru hreins¬un og snyrting beða og göngustíga, gróður-setning garð- og skógar¬plantna, stíga¬gerð, þöku¬lagning, hreinsun gatna og lóða, að ógleymd¬um slætti og rakstri.
Laun í vinnuskólanum verða þannig:
Nemendur fæddir 2005 613 kr./klst.
Nemendur fæddir 2004 701 kr./klst.
Nemendur fæddir 2003 876 kr./klst.
Nemendur fæddir 2002 1.051 kr./klst.
Laun verða lögð inn á bankareikning sem verður að vera á kennitölu nemanda og verða útborgunardagar að öllum líkindum þessir: 22. júní, 27. júlí og 31. ágúst.
Nemendur sem óska eftir vinnu í vinnuskólanum verða að sækja um í gegnum Íbúagáttina sem allir íbúar sveitarfélagsins 18 ára og eldri geta fengið aðgang að. Foreldrar og/eða forráðamenn verða því að aðstoða nemendur við að skila inn umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2018.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.