Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs sumarið 2018

Vinnuskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum 2002-2005 eða í 7. til 10. bekk og verður hann starfræktur frá 4. júní til 17. ágúst. Nemendur í 9. og 10. bekk geta fengið vinnu í sjö klst á dag allan starfstíma Vinnuskólans. Nemendur í 8. bekk geta fengið vinnu í sjö klst á dag í átta vikur og nemendur í 7. bekk geta unnið 3,5 klst á dag í sex vikur.

Helstu verkefni nemenda vinnuskólans eru hreins¬un og snyrting beða og göngustíga, gróður-setning garð- og skógar¬plantna, stíga¬gerð, þöku¬lagning, hreinsun gatna og lóða, að ógleymd¬um slætti og rakstri.

Laun í vinnuskólanum verða þannig:
Nemendur fæddir 2005 613 kr./klst.
Nemendur fæddir 2004 701 kr./klst.
Nemendur fæddir 2003 876 kr./klst.
Nemendur fæddir 2002 1.051 kr./klst.

Laun verða lögð inn á bankareikning sem verður að vera á kennitölu nemanda og verða útborgunardagar að öllum líkindum þessir: 22. júní, 27. júlí og 31. ágúst.

Nemendur sem óska eftir vinnu í vinnuskólanum verða að sækja um í gegnum Íbúagáttina sem allir íbúar sveitarfélagsins 18 ára og eldri geta fengið aðgang að. Foreldrar og/eða forráðamenn verða því að aðstoða nemendur við að skila inn umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2018.