Um helgina, dagana 23. og 24. júní, fer fram á Vilhjálmsvelli Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, fyrir aldurinn 11 til 14 ára. Mótið er haldið undir merkjum ÚÍA og með styrkri stjórn Frjálsíþróttadeildar Hattar.
Keppt er í spretthlaupi, 600 m hlaupi, grindahlaupi, boðhlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, langstökki, hástökki og þrístökki sem aukagrein þar sem keppt er á velli þrístökkvarans Vilhjálms Einarssonar.
Mótið hefst klukkan 10 báða dagana og stendur fram eftir degi en skráning á mótið er til miðnættis 19. júní og eftir það kemur endanlegur tímaseðill inn á vefsíðu FRÍ. Von er á yfir 150 keppendum alls staðar af landinu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.