Meistaramót Íslands í frjálsum á Vilhjálmsvelli

Minnismerki um þrístökk Vilhjálms Einarssonar sem færði honum silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Mel…
Minnismerki um þrístökk Vilhjálms Einarssonar sem færði honum silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956.

Um helgina, dagana 23. og 24. júní, fer fram á Vilhjálmsvelli Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, fyrir aldurinn 11 til 14 ára. Mótið er haldið undir merkjum ÚÍA og með styrkri stjórn Frjálsíþróttadeildar Hattar.

Keppt er í spretthlaupi, 600 m hlaupi, grindahlaupi, boðhlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, langstökki, hástökki og þrístökki sem aukagrein þar sem keppt er  á velli þrístökkvarans Vilhjálms Einarssonar.

Mótið hefst klukkan 10 báða dagana og stendur fram eftir degi en skráning á mótið er  til miðnættis 19. júní og eftir það kemur endanlegur tímaseðill inn á vefsíðu FRÍ. Von er á yfir 150 keppendum alls staðar af landinu.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mótið