Skógardagurinn mikli

Skógardagurinn mikli verður haldinn með hefðbundnu sniði laugardaginn 23. júní. Þetta er fjórtánda árið sem hátíðin er haldin í Trjásafninu á Hallormsstað. Veðurspáin er fín og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum.


Margt verður í boði m.a. Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, margvísleg söngatriði, hlaup, ýmsar þrautir og tálgun fyrir börnin, tónlistarmennirnir Magni Ásgeirsson og Hlynur Jökulsson mæta á svæðið. Ekki má svo gleyma heilgrilluðu nauti, lambakjöti og öðru matarkyns. Dagskrána á sjá hér en Facebooksíðu viðburðarins hér.


Velkomin i skóginn!