Fjórir ungir Egilsstaðabúar í WOW cyclothon

Unnar, Pétur, Rökkvi og Dagnýr við æfingar á Fjarðarheiði
Unnar, Pétur, Rökkvi og Dagnýr við æfingar á Fjarðarheiði

Nú á þriðjudaginn halda fjórir ungir hjólreiðakappar, úr ungmennafélaginu Þristi, af stað í WOW cyclothon en það er hjólreiðakeppni þar sem hringvegurinn er hjólaður eða alls 1358 km.

Það eru þeir Unnar, Rökkvi, Dagnýr og Pétur sem munu hjóla undir merkjum Hjólakrafts og er þetta þriðja árið í röð sem Þristur sendir liðsmenn í keppnina. Hægt verður að fylgjast með keppendum á síðunni wowcyclothon.is en við gerum ráð fyrir að vera á Egilsstöðum um eða uppúr miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Það væri ekki leiðinlegt ef íbúar Fljótsdalshéraðs myndu hvetja sína menn og jafnvel hjóla með einhverja leið.

Hægt er að heita á liðin og rennur það sem safnast til Landsbjargar að þessu sinni.