Þriðja umferð Íslandsmótsins í torfæru fer fram á Mýnesi, sex kílómetra fyrir norðan Egilsstaði, dagana 30. júní og 1. júlí. Um leið fer fram Norðurlandamót FIA/NEZ. Alls eru 26 keppendur skráðir til leiks. Búast má við skemmtilegri keppni enda er veðurspáin góð fyrir helgina. Keppni hefst klukkan 13 báða dagana.
Föstudaginn 29. júní, milli klukkan 15 og 18, verða sýnd torfærukeppnistæki við verslun Bílanaust að Lyngási 13 á Egilsstöðum. Forsala aðgöngumiða er einnig við Bílanaust.
Það er Start akstursíþróttaklúbburinn sem hefur veg og vanda að undirbúningi mótsins.
Frekari upplýsingar eru á Facebooksíðu Start
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.