- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þriðja umferð Íslandsmótsins í torfæru fer fram á Mýnesi, sex kílómetra fyrir norðan Egilsstaði, dagana 30. júní og 1. júlí. Um leið fer fram Norðurlandamót FIA/NEZ. Alls eru 26 keppendur skráðir til leiks. Búast má við skemmtilegri keppni enda er veðurspáin góð fyrir helgina. Keppni hefst klukkan 13 báða dagana.
Föstudaginn 29. júní, milli klukkan 15 og 18, verða sýnd torfærukeppnistæki við verslun Bílanaust að Lyngási 13 á Egilsstöðum. Forsala aðgöngumiða er einnig við Bílanaust.
Það er Start akstursíþróttaklúbburinn sem hefur veg og vanda að undirbúningi mótsins.
Frekari upplýsingar eru á Facebooksíðu Start