Fréttir

Göngum í skólann

Lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann er árvisst verkefni sem skólar víðs vegar um heiminn taka þátt í. Megin markmið verkefnsins er að hvetja börn og unglinga til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Til viðbótar er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og því hversu auðvelt er að ferðast um gangandi í nærumhverfinu.
Lesa

Blóðsöfnun á Egilsstöðum á mánudag

Blóðsöfnun verður Heilsugæslunni á Egilsstöðum mánudaginn 24. september frá klukkan 11 til 16 og á á Heilsugæslu Fjarðaáls Reyðarfirði þriðjudaginn 25. september frá klukkan 16 til 18.
Lesa

Tolli með listsýningu og Hjörvar Steinn með fjöltefli í flugstöðinni

Tolli opnar myndlistarsýningu í flugstöðinni á föstudag og Hjörvar Steinn teflir fjöltefli þar á laugardag.
Lesa

Dregið í gönguleikjum Ferðafélagsins

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur hvert sumar fyrir gönguleik í tengslum við Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin. Þeir sem hafa skilað inn fullstimpluðum kortum geta átt von á glaðningi því dregið verður í leikjunum í kvöld fimmtudaginn 20. september klukkan 20 á skrifstofu Ferðafélagsins, Tjarnarási 8.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 19. sept

281. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 19. september 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli – leikarar óskast

Laugardaginn 29. september verður haldin flugslysaæfing allra viðbragðsaðila á Austurlandi. Á slíkri æfingu er verið að láta reyna á samvinnu allra viðbragðsaðila á svæðinu: lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita, Rauða krossins og heilbrigðisstarfsmanna. Til að æfing sem þessi nýtist sem best er nauðsynlegt að sem flestir „leikarar“ taki þátt.
Lesa

Jafnlaunavottun

Í framhaldi af setningu laga um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní 2017 og öðluðust gildi 1. janúar 2018, er hafin vinna við undirbúning jafnlaunavottunar fyrir Fljótsdalshérað. Samið var við fyrirtækið PWC. að stýra því ferli og er sú vinna nú í gangi.
Lesa

Þrjár listsýningar nemenda opnaðar

Verk sem nemendur grunnskólanna á Fljótsdalshéraði hafa unnið undanfarna tvo daga á menningarhátíð barna- og ungmenna, Bras, verða sýnd í dag 12. september. Þetta eru verkefni nemenda 5.,6., 8., 9. og 10. bekkjar skólanna sem unnin hafa verið í sjö smiðjum.
Lesa

Lýðheilsuganga að Skinnbeðju

Í dag stendur Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fyrir annarri lýðheilsugöngu septembermánaðar og verður hún að Skinnbeðju. Göngustjóri verður Málfríður Björnsdóttir og er mæting á skrifstofu félagsins að Tjarnarási 8 klukkan 18.
Lesa

Forsetahjónin í opinberri heimsókn

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid heiðra Borgarfjörð eystri, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp með opinberri heimsókn næstu daga. Þau heimsækja skóla, stofnanir og fyrirtæki í þessum sveitarfélögum og hitta íbúa þeirra að máli. Þá verður boðið til fjölskylduhátíðar í Valaskjálf á Egilsstöðum á miðvikudaginn klukkan 20 og eru allir velkomnir.
Lesa