Laugardaginn 29. september verður haldin flugslysaæfing allra viðbragðsaðila á Austurlandi. Á slíkri æfingu er verið að láta reyna á samvinnu allra viðbragðsaðila á svæðinu: lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita, Rauða krossins og heilbrigðisstarfsmanna.
Til að æfing sem þessi nýtist sem best er nauðsynlegt að sem flestir „leikarar“ taki þátt. Er þeirra hlutverk að líkja eftir sjúklingum á vettvangi og fara eftir leiðbeiningum þeirra sem æfingunni stýra. Biðja viðbragðsaðilar alla sem mögulega geta tekið þátt að hafa samband við Óskar í tölvupósti á flugslys2018@gmail.com eða í síma 865-0999.
Á heimasíðu Isavia er hægt að lesa meira um flugslysaæfingar: https://www.isavia.is/fyrirtaekid/um-isavia/samfelag-og-umhverfi/samfelag/flugslysaaefingar
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.