- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid heiðra Borgarfjörð eystri, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp með opinberri heimsókn næstu daga. Þau heimsækja skóla, stofnanir og fyrirtæki í þessum sveitarfélögum og hitta íbúa þeirra að máli. Heimsóknin hefst á Borgarfirði eystra þar sem þau snæða kvöldverð með íbúum í Fjarðarborg í kvöld. Í fyrramálið litast þau um á Borgarfirði.
Á Héraði verður tekið á móti þeim við Þjónustuhúsið í Vatnsskarði. Í hádeginu verður súpufundur með Út-Héraðsfólki og öðrum gestum í Hjaltalundi. Það sem eftir lifir miðvikudags heimsækja forsetahjónin ýmsa staði á Héraði. Um kvöldið verður boðið til fjölskylduhátíðar í Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 20 þar sem hægt verður að að spjalla við þau yfir kaffibolla. Heimsóknin heldur áfram á fimmtudag og lýkur henni með síðdegiskaffi með íbúum Fljótsdalshrepps í Skriðuklaustri.
Tímasett dagskrá forsetahjónanna er hér að neðan:
Þriðjudagur 11. september
Kl. 20:30 -22:30 Kvöldverður með íbúum á Borgarfirði eystra í Félagsheimilinu
Miðvikudagur 12. sept.
Kl. 09:00 Skoðunarferð
Ekið að höfninni, gengið upp á hafnarhólma
Heimsókn til Elísabetar Svansdóttur
Kl. 10:40 Brottför frá Borgarfirði eystra að hreppamörkum
Miðvikudagur 12. september
kl. 11:00 Móttaka í Þjónustuhúsinu í Vatnsskarði
kl. 11:30 Súpufundur með Út-Héraðsfólki og öðrum gestum í Hjaltalundi. Allir velkomnir
kl. 13:15 Hitaveita Egilsstaða og Fella við Urriðavatn / Vök ylströnd
kl. 14:00 Heimsókn í Jurt á Valgerðarstöðum (Wasabi)
kl. 15:00 Heimsókn í leikskólann Tjarnarskóg
kl. 16.30 Heimsókn á Egilsstaðabúið
kl. 20:00 Fjölskylduhátíð með íbúum Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf – Tónlistarskólar Fljótsdalshéraðs sjá um tónlistarflutning.
Íbúar eru hvattir til að koma í Valaskjálf og spjalla við forsetann og forsetafrúna yfir kaffibolla.
Fimmtudagur 13. september
kl. 09:00 Heimsókn í Menntaskólanum á Egilsstöðum
kl. 10:00 Heimsókn í Brúnás innréttingar
kl. 10:40 Heimsókn í hjúkrunarheimilið Dyngju
kl. 12:00 Hádegisverður með nemendum og starfsfólki í Egilsstaðaskóla
kl. 13:00 Heimsókn í Sláturhúsið Menningarhús
kl. 14:00 Vallanes – Móðir Jörð
kl. 15:00 Hússtjórnarskólinn í Hallormsstað
kl. 15:30 Skógræktin í Hallormsstað
kl. 16:30 Óbyggðasetrið að Egilsstöðum í Fljótsdal
kl. 17:35 Skriðuklaustur – Síðdegiskaffi með íbúum Fljótsdalshrepps