Forsetahjónin í opinberri heimsókn

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrúin Eliza Reid. Myndin er fengin af vef forseta Ís…
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrúin Eliza Reid. Myndin er fengin af vef forseta Íslands.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid heiðra Borgarfjörð eystri, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp með opinberri heimsókn næstu daga. Þau heimsækja skóla, stofnanir og fyrirtæki í þessum sveitarfélögum og hitta íbúa þeirra að máli. Heimsóknin hefst á Borgarfirði eystra þar sem þau snæða kvöldverð með íbúum í Fjarðarborg í kvöld. Í fyrramálið litast þau um á Borgarfirði.

Á Héraði verður tekið á móti þeim við Þjónustuhúsið í Vatnsskarði. Í hádeginu verður súpufundur með Út-Héraðsfólki og öðrum gestum í Hjaltalundi. Það sem eftir lifir miðvikudags heimsækja forsetahjónin ýmsa staði á Héraði. Um kvöldið verður boðið til fjölskylduhátíðar í Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 20 þar sem hægt verður að  að spjalla við þau yfir kaffibolla.  Heimsóknin heldur áfram á fimmtudag og lýkur henni með síðdegiskaffi með íbúum Fljótsdalshrepps í Skriðuklaustri.

Tímasett dagskrá forsetahjónanna er hér að neðan:

Þriðjudagur 11. september
Kl. 20:30 -22:30 Kvöldverður með íbúum á Borgarfirði eystra í Félagsheimilinu

Miðvikudagur 12. sept.
Kl. 09:00 Skoðunarferð
Ekið að höfninni, gengið upp á hafnarhólma
Heimsókn til Elísabetar Svansdóttur
Kl. 10:40 Brottför frá Borgarfirði eystra að hreppamörkum

Miðvikudagur 12. september
kl. 11:00 Móttaka í Þjónustuhúsinu í Vatnsskarði
kl. 11:30 Súpufundur með Út-Héraðsfólki og öðrum gestum í Hjaltalundi. Allir velkomnir
kl. 13:15 Hitaveita Egilsstaða og Fella við Urriðavatn / Vök ylströnd
kl. 14:00 Heimsókn í Jurt á Valgerðarstöðum (Wasabi)
kl. 15:00 Heimsókn í leikskólann Tjarnarskóg
kl. 16.30 Heimsókn á Egilsstaðabúið
kl. 20:00 Fjölskylduhátíð með íbúum Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf – Tónlistarskólar Fljótsdalshéraðs sjá um tónlistarflutning.
Íbúar eru hvattir til að koma í Valaskjálf og spjalla við forsetann og forsetafrúna yfir kaffibolla.

Fimmtudagur 13. september
kl. 09:00 Heimsókn í Menntaskólanum á Egilsstöðum
kl. 10:00 Heimsókn í Brúnás innréttingar
kl. 10:40 Heimsókn í hjúkrunarheimilið Dyngju
kl. 12:00 Hádegisverður með nemendum og starfsfólki í Egilsstaðaskóla
kl. 13:00 Heimsókn í Sláturhúsið Menningarhús
kl. 14:00 Vallanes – Móðir Jörð
kl. 15:00 Hússtjórnarskólinn í Hallormsstað
kl. 15:30 Skógræktin í Hallormsstað
kl. 16:30 Óbyggðasetrið að Egilsstöðum í Fljótsdal
kl. 17:35 Skriðuklaustur – Síðdegiskaffi með íbúum Fljótsdalshrepps