Í dag stendur Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fyrir annarri lýðheilsugöngu septembermánaðar og verður hún að Skinnbeðju. Göngustjóri verður Málfríður Björnsdóttir og er mæting á skrifstofu félagsins að Tjarnarási 8 klukkan 18. Er fólk eindregið hvatt til að mæta í göngurnar, sem eru léttar og fjölskylduvænar, en þátttaka í þær er ókeypis.
Lýðheilsuganga síðustu viku var að Grettistaki í Fellum og var það vaskur hópur fólks sem arkaði upp frá golfvellinum á Ekkjufelli sem leið lá upp klettana. Var virkilega vel mætt í gönguna og vonandi að svo verði í kvöld einnig.
Hægt er að lesa meira um lýðheilsugöngurnar og fleiri göngur og viðburði Ferðafélagsins inni á heimasíðu félagsins, ferdaf.is .
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.