Lýðheilsuganga að Skinnbeðju

Vel var mætt í fyrstu lýðheilsugöngu haustins sem var upp að Grettistali í Fellum.
Vel var mætt í fyrstu lýðheilsugöngu haustins sem var upp að Grettistali í Fellum.

Í dag stendur Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fyrir annarri lýðheilsugöngu septembermánaðar og verður hún að Skinnbeðju. Göngustjóri verður Málfríður Björnsdóttir og er mæting á skrifstofu félagsins að Tjarnarási 8 klukkan 18. Er fólk eindregið hvatt til að mæta í göngurnar, sem eru léttar og fjölskylduvænar, en þátttaka í þær er ókeypis.

Lýðheilsuganga síðustu viku var að Grettistaki í Fellum og var það vaskur hópur fólks sem arkaði upp frá golfvellinum á Ekkjufelli sem leið lá upp klettana. Var virkilega vel mætt í gönguna og vonandi að svo verði í kvöld einnig.

Hægt er að lesa meira um lýðheilsugöngurnar og fleiri göngur og viðburði Ferðafélagsins inni á heimasíðu félagsins, ferdaf.is .