Fréttir

Fjárhagsáætlun 2019 – 2022

Tillaga fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2020-2022 verður lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi í dag þann 7. nóvember og hefst fundur klukkan 17:00.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

284. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 7. nóvember 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Símalaus sunnudagur

Sunnudaginn 4. nóvember stendur Barnaheill að átakinu Símalaus sunnudagur, en því er ætlað að vekja okkur öll til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar.
Lesa

Auglýsingar utan þéttbýlis

Náttúruverndarnefnd Fljótsdalshéraðs vill benda á að skv. náttúruverndarlögum og reglugerð sem á þeim byggir er almennt óheimilt að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis.
Lesa

Rauðakrossdeildir sameinast

Rauði krossinn á Vopnafirði hefur verið í viðræðum um sameiningu við deildina á Héraði og Borgarfirði eystra. Stofnfundur þessarar sameinuðu deildar var haldinn á Bókakaffinu Hlöðum í Fellabæ þann 29. október.
Lesa

Myrkraverk í Sláturhúsinu

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur nú í annað sinn fyrir listviðburðinum Myrkraverk, en þessi árlegi viðburður felur í sér að listaverki er komið fyrir í forglugga Sláturhússins og mun það standa þar yfir myrkustu mánuði vetrarins.
Lesa

Sjáumst í myrkrinu!

Nú þegar farið er að dimma á kvöldin er bráðnauðsynlegt að huga að endurskinsmerkjum. Í myrkri sjást gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða.
Lesa

Samþykkt að hefja sameiningarviðræður

Á fundum sveitarstjórna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps, sem haldnir hafa verið í þessari viku, hefur verið til umfjöllunar tillaga um að ganga með formlegum hætti til undirbúnings að mögulegri sameiningu þessara sveitarfélaga.
Lesa

Frjálsar / Höttur track and field

Fyrir fjögurra ára og eldri. For ages from 4 years.
Lesa

Fimleikar / Höttur gymnastics

Fyrir þriggja ára og eldri. For children from 3 years old.
Lesa