Auglýsingar utan þéttbýlis

Náttúruverndarnefnd Fljótsdalshéraðs vill benda á að skv. náttúruverndarlögum og reglugerð sem á þeim byggir er almennt óheimilt að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis.

Þó er heimilt að setja upp látlausar auglýsingar um atvinnurekstur, þjónustu eða vörur á þeim stað þar sem slík starfsemi eða framleiðsla fer fram.
Náttúruverndarnefnd hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu til þess að bæta úr séu auglýsingar þeirra ekki í samræmi við lög.

Hafi íbúar, eða aðrir, ábendingar um auglýsingar sem ekki eru í samræmi við lög og reglur eru þeir hvattir til að koma þeim á framfæri við Fljótsdalshérað, annað hvort á netfangið freyr@fljotsdalsherad.is eða með því að hringja í síma 4 700 700.

Auglýsing telst vera hvers konar texti, myndir, merki eða myndverk, hreyfanlegt eða fast, sem komið er fyrir til lengri eða skemmri tíma meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis, hvort sem er á spjöldum, borðum eða máluð á húsveggi eða með öðrum sambærilegum hætti og ætlað er að vekja athygli almennings á vöru, þjónustu eða starfsemi.