- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Sunnudaginn 4. nóvember stendur Barnaheill að átakinu Símalaus sunnudagur, en því er ætlað að vekja alla til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar.
Þennan sunnudag er skorað á okkur öll að skilja símana við okkur. Verður þeim stungið ofan í skúffur klukkan níu á sunnudagsmorgni og ekki teknir upp aftur fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu um kvöldið.
Með þessu vilja Barnaheill vekja alla sem nota snjallsíma til vitundar um áhrif af notkun snjallsíma á samskipti og tengsl foreldra og barna. Snjallsímar eru mesta þarfaþing en munum að við stjórnum þeim en þeir ekki okkur. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Barnaheilla og um leið eiga möguleika á að hreppa glaðning handa fjölskyldunni.
Skorað er á alla að segja skilið við símann á sunnudaginn, njóta dagsins með fjölskyldunni og taka engar símamyndir af því.