Myrkraverk í Sláturhúsinu

Sjá: https://www.facebook.com/events/171514157122488/
Sjá: https://www.facebook.com/events/171514157122488/

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur nú í annað sinn fyrir listviðburðinum Myrkraverk, en þessi árlegi viðburður felur í sér að listaverki er komið fyrir í forglugga Sláturhússins (á annari hæð) og mun það standa þar yfir myrkustu mánuði vetrarins.

Líkt og á síðasta ári er framkvæmdin í samvinnu við Lunga-skólann á Seyðisfirði. Í ár sýnir líbanska listakonan Alma Sinai vídeóinnsetningu í glugganum en hún er gestakennari við Lunga-skólann þessa önn.

Alma er menntuð í kvikmyndalist frá Listaháskólanum í Teheran og í hönnun frá Rhode Island School of Design og frá Parsons the New School of Design í New York þar sem hún býr og starfar.

Myrkraverk 2019 verður afhjúpað fimmtudaginn 1. nóvember í Sláturhúsinu klukkan 18:00. Allir eru velkomnir.