Föstudaginn 21. september klukkan 16 verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum. Sýningin stendur í fjórar vikur og er sú fyrsta í röð sýninga á verkum Tolla á flugvöllum landsins.
Þá verður fjöltefli í flugstöðinni laugardaginn 22. september klukkan 11. Hjörvar Steinn Grétarsson skákmeistari býður til fjölteflis þar. Þeir sem ná jafntefli eða vinna fá vinninga, auk þess sem þrenn aukaverðlaun verða dregin út.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku á sverrirg57@gmail.com í síðasta lagi föstudagskvöldið 21. september. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum klukkan 10:45 ef enn verða laus sæti.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.