Sumarhátíð UÍA og Íslandsmót í bogfimi um helgina

Mynd af vef ÚÍA
Mynd af vef ÚÍA

Um helgina fara fram tvö íþróttamót á Héraði. Annars vegar er það hin árlega Sumarhátíð UÍA og hins vegar er um að ræða Íslandsmótið í bogfimi utanhúss.

Sumarhátíð UÍA

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer að vanda fram á Egilsstöðum og nú helgina 6. til 8. júlí. Dagskrá hátíðarinnar er einkar fjölbreytt og glæsileg og alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, sem og aðrir, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Opnað hefur verið fyrir skráningar og eru Austfirðingar sem og gestir fjórðungsins hvattir til að taka duglega þátt í þessu ævintýri með UÍA.

Dagskrá hátíðarinnar má finna hér

Íslandsmót í bogfimi

Íslandsmótið í bogfimi utanhúss 2018 verður haldið á íþróttavellinum í Fellabæ dagana 7. til 8. júlí. Það er bogfiminefnd ÍSÍ sem heldur mótið, en að þessu sinni er það Bogfimideild Skotfélags Austurlands sem kemur að undirbúning þess. Allir eru velkomnir til að fylgjast með þessu spennandi bogfimimóti.

Dagskrá mótsins er þannig:

Laugardagur:

Keppni berbogar allir aldursflokkar og U-15 allir bogaflokkar
- 10.00-12.30 berbogi allir flokkar, U15 og byrjendaflokkar (ABC format, 3 á targeti)
- 12.30-12.45 Verðlaunaafhending fyrir U-15, sveinboga og trissuboga og alla berbogaflokka

Undankeppni: Trissubogi kvenna og sveigbogi karla, U-21, U-18, E-50 og Opnir flokkar
- 13.00-15.30 CW+RM Opinn U-21, U-18 og E-50 (ABC format, 3 á targeti)

Undankeppni: Sveigbogi kvenna og trissubogi karla, U-21, U-18, E-50 og Opnir flokkar
- 16.00-18.30 RW+CM Opinn U-21, U-18 og E-50 (ABC format, 3 á targeti)

18.30-18.45 Verðlaunaafhending fyrir U-18, U-21 og E-50 flokka og byrjendaflokka (Cadet, Junior, og Masters)

Sunnudagur:

12.30-19.00 Útsláttarkeppnir
Nánara skipulag á útsláttarkeppni kemur út þegar skráningu er að fullu lokið