- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málefnasamningur D- og B-lista á Fljótsdalshéraði var undirritaður í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í samningnum er staðfest að listarnir myndi saman meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, kjörtímabilið 2018-2022. Listarnir sameinist um að koma í framkvæmd stefnuskrám sínum eins og þær voru kynntar kjósendum og samkvæmt því samkomulaginu sem undirritað var í dag.
Í samningunum segir m.a. að það sé grundvallaratriði í samstarfinu að áfram verði gætt aðhalds og skynsemi við fjármálastjórn sveitarfélagsins. Það svigrúm sem sveitarfélagið hafi verði nýtt til uppbyggingar innviða og til þess að sótt verði fram hvað varðar uppbyggingu öflugs atvinnulífs og gróskumikils mannlífs í sveitarfélaginu.
Málefnasamninginn má lesa hér. Fyrsti fundur nýju bæjarstjórnarinnar haldinn miðvikudaginn 20. júní og skipað í nefndir.