Fjallahjólakeppni á sumarhátíð

Fjallahjólakeppni í Selskógi frá 10 til 11.30 á laugardag. Keppt verður á rauðu stígunum.
Fjallahjólakeppni í Selskógi frá 10 til 11.30 á laugardag. Keppt verður á rauðu stígunum.

Í tengslum við fjallahjólakeppni á sumarhátíð ÚÍA og Síldarvinnslunnar verður hluta stíga í Selskógi lokað á milli klukkkan 10 og 11:30 eða á meðan keppni stendur laugardaginn 7. júlí.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá stíga sem um ræðir merkta með rauðu en auk þess má búast við að ákveðin svæði í Mörkinni verði afgirt.

Um leið og við vonumst til að íbúar og gestir fjölmenni til að horfa á okkur þá þökkum við tillitssemina og vonum að þessi viðburður verði til þess að efla skóginn okkar enn frekar sem fjölbreyttan valkost til útivistar.

ÚÍA og Fljótsdalshérað