Fréttir

Rúmlega 3500 á kjörskrá

Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá fyrir kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarhrepps.
Lesa

Farsæl öldrun

Framtíðarþing um farsæla öldrun fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 10. október klukkan 15:00 til 18:00. Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Einnig að vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Lesa

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn í Sláturhúsinu

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Í Sláturhúsinu menningarsetri verður dagskrá helguð deginum og hefst hún klukkan 20:00
Lesa

Íbúafundur um sameiningu sveitarfélaga

Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður kynnt íbúum sveitarfélaganna dagana 7. til 10. október. Fundurinn á Fljótsdalshéraði fer fram í Valaskjálf mánudaginn 7. október og hefst hann klukkan 18:00.
Lesa

Vinnudagur í Stafdal

Frábær vinnudagur var haldinn á skíðasvæðinu í Stafdal sunnudaginn 29. september. Það voru vaskir sjálfboðaliðar úr hópi iðkenda Skíðafélagsins í Stafdal og foreldra þeirra.
Lesa

Opin hjólaæfing í boði Þristar

Mánudaginn 30. september hélt Ungmennafélagið Þristur opna hjólaæfingu fyrir alla krakka, 0 ára og eldri. Tekin var æfing fyrir utan Samfélagssmiðjuna, Miðvangi 31, og var vel mætt af bæði mjög ungum og aðeins eldri. Kjarkaðir krakkar á öllum aldri fóru í hjólatúr, léku listir sínar í þrautabraut og tóku brekkuspretti.
Lesa

Útikörfuboltavöllur tekinn í notkun

Útikörfuboltavöllur við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum var formlega opnaður laugardaginn 28. september. Völlurinn er í fullri stærð og með sex körfum.
Lesa

Forvarnadagurinn 2019

Ár hvert er haldinn Forvarnadagurinn að frumkvæði forseta Íslands og er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnastarfi sem snúa að ungu fólki. Í ár er dagurinn haldinn í 14. sinn í grunnskólum landsins og í níunda sinn í framhaldsskólum.
Lesa

16 nýjar 4G stöðvar settar upp á Austurlandi

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að uppfærslu á farsímadreifikerfi Símans á Austurlandi með útskiptingu eldri 3G stöðva. Samtals hafa verið settar í gang 16 nýjar 4G stöðvar á svæðinu.
Lesa

Nýr forstöðumaður MMF tekinn til starfa

Ragnhildur Ásvaldsdóttir tók við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 1. október. Hún tekur við starfinu af Kristínu Amalíu Atladóttur sem verið hefur forstöðumaður miðstöðvarinnar frá því í byrjun árs 2017.
Lesa