Mánudaginn 30. september hélt Ungmennafélagið Þristur opna hjólaæfingu fyrir alla krakka, 0 ára og eldri. Tekin var æfing fyrir utan Samfélagssmiðjuna, Miðvangi 31, og var vel mætt af bæði mjög ungum og aðeins eldri. Kjarkaðir krakkar á öllum aldri fóru í hjólatúr, léku listir sínar í þrautabraut og tóku brekkuspretti.
Boðið var upp á kleinur og heitt kakó og þar sem Þristur er umhverfisvænt ungmennafélag þá var fólk beðið að koma með eigin drykkjarmál.
Viðburðurinn heppnaðist virkilega vel og verður gaman að fylgjast með þessum hjólaköppum framtíðarinnar.
Rétt er að benda á að Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir hjólaæfingum fyrir börn og unglinga í 3. bekk og eldri á mánudögum. Mæting er í Selskógi klukkan 17:00 og er hægt að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Þristar, umf3.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.