Fréttir

Breyttur útivistartími 1. september

Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breyttist 1. september síðastliðinn. Í barnaverndarlögum segir: „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa

September er BRASember

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi. Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera!
Lesa

Breyttir opnunartímar Íþróttamiðstöðvar

Þau í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum vilja minna á að breyttan opnunartíma yfir vetrarmánuðina.
Lesa

Ályktun vegna jarðgangamála

Á sameiginlegum fundi bæjarráða Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldinn var mánudaginn 26. ágúst 2019, voru fulltrúar sveitarfélaganna sammála um að fagna beri því að niðurstaða starfshóps um legu og framkvæmdafyrirkomulag næstu jarðganga á Austurlandi liggi fyrir sem og því að sú niðurstaða skuli vera í fullu samræmi við áherslur sveitarfélaganna á Austurlandi sem ítrekað hafa komið fram í ályktunum aðalfunda samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. september

299. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 4. september 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Nýr framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF)

Aðalsteinn Þórhallsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HEF og mun taka til starfa frá og með 1. október nk. HEF er sjálfstætt fyrirtæki í fullri eigu Fljótsdalshéraðs og auk hitaveitu, rekur HEF vatnsveitu- og fráveitukerfi Fljótsdalshéraðs. Þá hefur HEF nýlega tekið að sér að sjá um lagninu ljósleiðara á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 21. ágúst

298. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 21. ágúst 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Kynningarfundur um heilbrigðismál

Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við HSA. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá klukkan 17 til 19.
Lesa

Fljótsdalshérað hefur fengið jafnlaunavottun

Þann 12. ágúst sl. gaf Jafnréttisstofa út heimild til handa Fljótsdalshéraði til að nota jafnlaunamerkið sem þau fyrirtæki og stofnanir mega gera sem fengið hafa jafnlaunavottun hjá þar til bærum aðilum
Lesa

Breyting á stjórnskipulagi Fljótsdalshéraðs

Í framhaldi af því að Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri, óskaði eftir því að minnka starfshlutfall sitt frá og með byrjun ágústmánaðar í ár hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins.
Lesa