Fréttir

Fjárhagsáætlun 2020 – 2023

Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 6. nóvember 2019 klukkan 17.
Lesa

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 18. september sl., að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna áforma um uppbyggingu ferðaþjónustu að Grund í Jökuldal, sbr. 30. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. nóvember

303. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. nóvember 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Leikfélagið frumsýnir Línu Langsokk á morgun

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir barnaleikritið Línu Langsokk á morgun, þriðjudaginn 5. nóvember, í hátíðarsalnum í Alþýðuskólanum á Eiðum. Sjónarhóll verður sem sagt á Eiðum í nóvember, þar sem Lína verður með apa sinn, herra Níels og hestinn.
Lesa

Samfélagssmiðjan í nóvember

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í nóvember til janúar á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.
Lesa

Öræfahjörðin: Útgáfuhóf í Bókakaffi

Út er komin bókin Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi, eftir Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðing og forstöðumann Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, á Egilsstöðum. Af þessu tilefni verður haldið útgáfuhóf í Bókakaffi í Fellabæ laugardaginn 2. nóvember klukkan 15:00. Allir eru velkomnir.
Lesa

Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld: Fyrirlestur og sýningaropnun

Ný sýning verður opnuð í Safnahúsinu á Egilsstöðum í dag klukkan 17:30. Sýningin, sem ber yfirskriftina Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld. Við opnunina segir Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur frá rannsóknum sínum á efninu
Lesa

Og það varð já!

Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu um að sveitarfélögin fjögur verði sameinuð í eitt. Nafn nýs sveitarfélags liggur ekki fyrir. Ný sveitarstjórn mun velja nafnið en líklegt er að haldin verði íbúakosning þar sem valið verður á milli tillagna frá íbúum.
Lesa

Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði

Dagar myrkurs verða haldnir á Austurlandi dagana 30. október til 3. nóvember. Á Fljótsdalshéraði verður ýmislegt í boði í tilefni.
Lesa

Viðgerðir á Lagarfljótsbrúnni hafnar

Vegagerðin er að byrja á viðgerðum á gólfi brúar yfir Lagarfljót. Ætlunin er að skipta út slitgólfi og neðra gólfi eftir þörfum. Á meðan framkvæmdum stendur verður brúin einbreið á þeim kafla sem verið er að vinna á og umferð verður ljósastýrð.
Lesa