Samfélagssmiðjan í nóvember

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í nóvember til janúar á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.

Fimmtudaginn 7. nóvember

Klukkan 12 til 15 - Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi og Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags og byggingarfulltrúi.

Klukkan 15 til 18  - Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður atvinnu- og menningarnefndar og Björn Ingimarsson bæjarstjóri.

Fimmtudaginn 14. nóvember 

Klukkan 12 til 15 -  Sigurður Gunnarsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og fulltrúi í fræðslunefnd, og Bylgja Borgþórsdóttir, verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála. Einnig verður fulltrúi ungmennaráðs til viðtals.

Klukkan 15 til 18  - Kristjana Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, og Kjartan Róbertsson, yfirmaður Eignasjóðs.

Fimmtudaginn 21. nóvember

Klukkan 12 til 15 - Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar, og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Kukkan 15 til 18 - Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar og formaður náttúruverndarnefndar, og Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála.

Fimmtudaginn 28. nóvember

Klukkan 12 til 15  - Kristjana Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, og Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri.

Klukkan 15 til 18 -  Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður Hitaveitu Egilsstaða og Fella  og Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella.


Einhverjar breytingar kunna að verða frá þessu viðveruplani, vegna fjarveru kjörinna fulltrúa og starfsmanna út af öðrum verkefnum.