27.12.2019
kl. 10:20
Jóhanna Hafliðadóttir
Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til og með 31. janúar 2020. Markmið sjóðsins er að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði.
Lesa
23.12.2019
kl. 16:28
Jóhanna Hafliðadóttir
Fljótsdalshérað óskar öllum íbúum sveitarfélagsins sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Lesa
23.12.2019
kl. 13:11
Jóhanna Hafliðadóttir
Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til í ár að sveitarfélagið stæði árlega fyrir kjöri og útnefningu íþróttafólks Fljótsdalshéraðs. Tilgangurinn er að vekja athygli á því góða íþrótta- og heilsueflingarstarfi sem unnið er á Fljótsdalshéraði. Hlutgengi í kjörinu hefur allt það íþróttafólk, 14 ára og eldra, sem er í íþróttafélögum á Héraði. Íþrótta- og tómstundanefnd valdi sex manns úr þeim tilnefningum sem bárust frá félögum og deildum og kosið var milli þeirra í rafrænni íbúakosningu. Íþróttafólkinu verður veitt viðurkenning á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs árs, þann 15. janúar 2020.
Lesa
20.12.2019
kl. 16:04
Jóhanna Hafliðadóttir
Stefnt er að snjóhreinsun á Þorláksmessu á öllum aðalleiðum í þéttbýli og dreifbýli, ef veður leyfir. Jafnframt er stefnt að snjóhreinsun 27. og 28. desember í þéttbýli og dreifbýli ef þörf verður á og veðuraðstæður leyfa. Um aðra daga um jólin verður þjónusta í samráði við Vegagerðina og með tilliti til veðurfars.
Lesa
18.12.2019
kl. 11:29
Jóhanna Hafliðadóttir
Egilsstaðabúinn og Stöðfirðingurinn Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michelsen, miklu betur þekkt sem Dandý, stóð fyrir því ásamt Jakobi bróður sínum í haust og vetur að hvetja fólk til að ganga eða labba ákveðna vegalengd á hverjum degi í 100 daga.
Lesa
17.12.2019
kl. 15:28
Jóhanna Hafliðadóttir
Kjörnir fulltrúar og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs verða til viðtals í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), fimmtudaginn 19. desember, milli klukkan 12 og 18.
Lesa
17.12.2019
kl. 10:59
Jóhanna Hafliðadóttir
Líkt og undanfarin ár taka jólasveinarnir að sér að heimsækja börn á aðfangadagsmorgun. Hægt verður að hitta umboðsmennina á Fljótsdalshéraði laugardaginn 21.desember í Hettunni á Vilhjálmsvelli milli klukkan 16 og 19 og skilja eftir pakka handa þægum börnum.
Lesa
16.12.2019
kl. 09:54
Jóhanna Hafliðadóttir
Miðvikudaginn 18. desember verður tekið í notkun nýtt kerfi sem heldur utan um umsóknir um byggingarleyfi á Fljótsdalshéraði, OneLand Roboot kerfið frá OneSystems. Þennan sama dag verður haldinn kynningar- og fræðslufundur fyrir byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara á Hótel Héraði klukkan 16:30.
Lesa
13.12.2019
kl. 15:08
Jóhanna Hafliðadóttir
Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2020. Opnað var fyrir umsóknir 5. desember en umsóknarfrestur er til klukkan 23:00 þann 3. janúar 2020. Uppbyggingarsjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Aðeins ein úthlutur verður úr sjóðnum á árinu.
Lesa
12.12.2019
kl. 13:42
Jóhanna Hafliðadóttir
Um helgina verður sitthvað um að vera í Sláturhúsinu. Á laugardag verða markaðir, skólatónleikar og jólabíó og á sunnudaginn verða notarlegheit í fyrirrúmi. Jólabíó um daginn og tónleikar um kvöldið.
Lesa