Fréttir

Bæjarstjórnarbekkurinn á Jólakettinum

Minnum á bæjarstjórnarbekkinn sem verður á markaði Jólakattarins að Valgerðarstöðum laugardaginn 14. desember frá klukkan 11:00 til 16:00.
Lesa

Lokanir og skert þjónusta vegna veðurs miðvikudaginn 11. des

Miðvikudaginn 11. des verður Stólpa og Dagdvöl aldraðra lokað vegna veðurs og akstursþjónusta fyrir fatlaða fellur niður nema í bráðatilfellum. Starfsfólk Stólpa aðstoðar í búsetu fatlaðra þar sem allir eru heima.
Lesa

Allt skólahald fellur niður á Fljótsdalshéraði.

Allt skólahald á Fljótsdalshéraði verður fellt niður á morgun miðvikudaginn 11. desember vegna slæms veðurútlits. Aðgerðastjórn fundaði í dag bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. Líkur eru á að veðrið verði afspyrnuslæmt á norðanverðu svæðinu, Egilsstöðum til Vopnafjarðar.
Lesa

Hægt að vakta einstök mál í fundargerðum

Tekin hefur verið í notkun ný virkni á heimasíðu sveitarfélagsins þannig að nú er hægt að vakta einstök mál sem birtast í fundargerðum nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Skautasvell við Blómabæ

Í nóvember bjó áhugafólk um skautaiðkun á Egilsstöðum til skautasvell við Blómabæ. Þar renndi fólk sér undanfarnar helgar þar til hlákan kom og skemmdi gleðina, en nú er svellið orðið jafn gott og það verður hægt að renna sér um helgina.
Lesa

Hádegishöfði fær grænfána í fimmta sinn

Leikskólinn Hádegishöfði í Fellabæ tók á móti grænfánanum í fimmta sinn föstudaginn 29. nóvember. Verkefnin sem unnið var að á þessu tímabili voru neysla og úrgangur ásamt átthögum og landslagi.
Lesa

Jólaleyfi bæjarstjórnar og opnunartími bæjarskrifstofu um hátíðarnar

Á fundi bæjarstjórnar 4. desember sl. samþykkir bæjarstjórn að fundir bæjarstjórnar 18. desember og 1. janúar verði felldir niður vegna jólaleyfis.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. desember

305. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 4. desember 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Samfélagssmiðjan í desember

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í desember á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.
Lesa

Minnt á tómstundaframlagið

Hægt að sækja um tómstundaframlag ársins 2019 til 10. desember. Application deadline for contribution to children‘s leisure activities in Fljótsdalshérað is December 10th.
Lesa