- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tekin hefur verið í notkun ný virkni á heimasíðu sveitarfélagsins þannig að nú er hægt að vakta einstök mál sem birtast í fundargerðum nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.
Við hvern lið í fundargerðum er málsnúmer og getur notandi smellt á „Vakta númer“ og ritað inn netfangið sitt til að hefja vöktun.
Notandi sem er með málsnúmer vaktað fær þá sendan tölvupóst með upplýsingum um nýja skráningu tengda málsnúmerinu í fundargerð. Afskráning af vöktun máls er inni í tölvupóstinum sem sendur er.