Skautasvell við Blómabæ

Knár skautaiðkandi á svellinu
Knár skautaiðkandi á svellinu

Í nóvember bjó áhugafólk um skautaiðkun á Egilsstöðum til skautasvell við Blómabæ. Þar renndi fólk sér undanfarnar helgar þar til hlákan kom og skemmdi gleðina.

Nú er svellið orðið jafn gott og er fólk hvatt til að koma með börnin og renna sér um helgina. Minnt er á að vera með hjálm, t.d. reiðhjólahjálm eða skíðahjálm.

Og fyrir þá sem eiga enga skauta er bent á að það gæti verið að það séu örfáir skautar til í Nytjahúsi Rauða krossins.

Upplýsingar um skautasvellið er á  Facebooksíðunni SkautA