- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Leikskólinn Hádegishöfði í Fellabæ tók á móti grænfánanum í fimmta sinn föstudaginn 29. nóvember. Verkefnin sem unnið var að á þessu tímabili voru neysla og úrgangur ásamt átthögum og landslagi.
Börn og starfsfólk hafa undanfarin tvö ár unnið að verkefnum þar sem þau hafa m.a. horft til þess að minnka neyslu, endurnýta efnivið og koma á samstarfi við eiganda alifugla varðandi nýtingu á matarafgöngum sem fara í fóður.
Eins hafa þau unnið með landslag og kennileiti í nágrenninu til dæmis Ferjusteinana í Lagarfljóti og Lagarfljótsbrúnna, einnig hefur sagan af Lagarfljótsorminum fléttast inn í starfið hjá þeim á Hádegishöfða.
Guðrún Schmidt afhenti umhverfisnefnd leikskólans grænfánann fyrir hönd Landverndar.
Vel gert Hádegishöfði – til hamingju!