Samfélagssmiðjan í desember

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í desember á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.

Fimmtudaginn 5. desember

Klukkan 12 til 15 – Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálanefndar, og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri.

Klukkan 15 til 18 - Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, og Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Fimmtudaginn 12. desember

Klukkan 12 til 15 - Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi og Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála.

Klukkan 15 til 18 - Einar Tómas Björnsson varamaður í fræðslunefnd og Hrund Erla Guðmundsdóttir, skjalastjóri og starfsmaður jafnréttisnefndar.

Fimmtudaginn 19. desember

Klukkan 12 til 15 – Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar og formaður náttúruverndarnefndar, og Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála. Einnig verður fulltrúi ungmennaráðs til viðtals.

Klukkan 15 til 18 – Björg Björnsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í fræðslunefnd, og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.