- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar 4. desember sl. samþykkir bæjarstjórn að fundir bæjarstjórnar 18. desember og 1. janúar verði felldir niður vegna jólaleyfis. Jafnframt veitti bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild mála frá 5. desember til og með 6. janúar, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Vegna orlofstöku starfsmanna á bæjarskrifstofunni verður skrifstofan lokuð á aðfangadag jóla 24. desember og á gamlársdag 31. desember. Að öðru leyti verður skrifstofan opin virka daga um hátíðarnar á hefðbundnum opnunartíma.
Margir starfsmenn nýta sér þó þessa daga til að eyða óteknum orlofsdögum sínum. Starfsemi verður því í lágmarki þennan tíma og íbúar beðnir að sýna því skilning.
Skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs