Útikörfuboltavöllur tekinn í notkun

Affallsvatn frá sundlauginni er notað til að halda hita undir gólfi vallarins þannig að mögulegt er …
Affallsvatn frá sundlauginni er notað til að halda hita undir gólfi vallarins þannig að mögulegt er að nota hann allt árið.

Útikörfuboltavöllur við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum var formlega opnaður laugardaginn 28. september. Völlurinn er í fullri stærð og með sex körfum. Affallsvatn frá sundlauginni er notað til að halda hita undir gólfi vallarins þannig að mögulegt er að nota hann allt árið.

Margir hafa komið að standsetningu vallarins en á laugardaginn mættu fjöldi foreldra og iðkenda Körfuknattleiksdeildar Hattar ásamt nokkrum starfsmanna Alcoa, í s.k. Action verkefni, sem lögðu þökur umhverfis völlinn.