Fréttir

Leigu- og rekstrartaðili Valaskjálfar

Auglýst hefur verið eftir leigu- og rekstraraðila að félagsheimilishluta og eldhúsi Valaskjálfar á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir að hið leigða rými verði nýtt fyrir skemmti- og menningarstarfsemi. Húsnæði það sem auglýst e...
Lesa

Vinningshafi í ratleiknum í Selskógi

Seinni part sumars var settur upp ratleikur í Selskógi með 10 stöðvum. Var hann hugsaður fyrir foreldra og börn yngri en 10 ára og gátu menn skilað úrlausnum í Upplýsingarmiðstöð Austurlands á Egilsstöðum. Fjölmargir tóku þá...
Lesa

Viðtalstímar bæjarfulltrúa 18. nóvember

Viðtaltími bæjarfulltrúanna Gunnars Jónssonar og Sigrúnar Blöndal verður fimmtudaginn 18. nóvember milli kl. 17.00 og 19.00, í fundarsal bæjarstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Í viðtalstímanum gefst íbúum sveitarfélagsins ...
Lesa

Bæjarráð andvígt fækkun presta í sveitarfélaginu

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, sem haldinn var 10. nóvember síðast liðinn, var samþykkt bókun þar sem bæjarráðið varar við þeim hugmyndum sem fram koma í bréfi biskups um að fækka þjónandi prestum í sveitarfélaginu...
Lesa

Fjörug athafnavika

Margt verður um að vera á Fljótsdalshéraði á Alþjóðlegri athafnaviku sem fram fer þriðju vikuna í nóvember, þ.e. 15.-21. nóvember, um allan heim. Tilgangur vikunnar er að sýna fram á gildi athafnasemi fyrir samfélagið í heild...
Lesa

Dyrfjöll - Náttúrugarður

Fimmtudaginn 11. nóvember verður haldið málþingið Dyrfjöll - Náttúrugarður, í Gistihúsinu Egilsstöðum og hefst það kl. 10.30. Frá því síðast liðinn vetur hefur starfshópur með fulltrúum frá Borgarfirði eystra og Fljótsd...
Lesa

Sláturhúsið fær heimasíðu

Tekin hefur verið í notkun heimasíða fyrir Sláturhúsið á Egilsstöðum, en vefslóðin er www.slaturhusid.is. Í Sláturhúsinu eru vinnustofur, sýningar- og tónleikasalir, hljóðstudíó, Veghúsið ungmennahús, listamannaíbúð o.f...
Lesa

Dagar myrkurs í Sláturhúsinu

Margt verður um að vera í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á Dögum myrkurs, 4. - 14. nóvember. Þannig verður haldin tískusýning og opin vinnustofa með myrku þema fimmtudaginn 4. nóvember, milli kl. 20 og 22, þar sem sýnd verða föt ...
Lesa

Garðaúrgangssvæðinu við Eyvindará lokað

Vegna óásættanlegrar umgengni á garðaúrgangssvæðinu utan Eyvindarár, hefur verið tekin sú ákvörðun að loka því. Fyrst um sinn verða gámar staðsettir við afleggjarann niður að svæðinu þar sem íbúar geta losað sig við g...
Lesa

Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs komin á prent

Fyrir stuttu kom út Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs, eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing. Skráin er tæplega 160 blaðsíður að stærð og er lýsing á um 600 stöðum og svæðum, í sveitarfélaginu, sem höfundur telur s
Lesa