Fullt hús skálda verður í húsinu föstudaginn 5. nóvember frá kl. 20. Skáldin munu þá dreifa sér um húsið og svo getur fólk gengið á milli og reynt að finna þau og hlýtt á upplestur þeirra. Skáldin sem tilkynnt hafa komu sína eru Ingunn Snædal, Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Sigurður Ingólfsson, Sveinn Snorri Sveinsson, Urður Snædal, Þorsteinn Bergsson, Lubbi Klettaskáld, Kristján Ketill Stefánsson og Arnar Sigbjörnsson
Myndlistarsýningar þeirra Dandýar Antonsdóttur Michelsen og Þórunnar Víðisdóttur verður opnuð laugardaginn 6. nóvember kl. 14 (ath breyttan tíma). Sýning Þórunnar verður í vinstri sal efri hæðar hússins en sýningin kallast Þórunn V-2010. Sýning Dandýar verður í hægri salnum á efri hæðinni og kallast Rótleysi hugans. Sýningarnar verða opnar mánudaga til fimmtudaga milli kl. 17 og 22 og laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 16, en síðasti sýningardagur er 14. nóvember.
Þriðjudaginn 9. nóvember verður haldinn Flóamarkaður unga fólksins. Þá gefst ungu fólki sem er yngra en 25 ára tækifæri til að losa sig við gömlu leikina, gömlu fötin eða hvað sem er, og gera um leið góð kaup. Skráningar á flóamarkaðinn fara fram í vegahusid@gmail.com, gegnum Facebook-síðu Vegahússins eða í Sláturhúsinu.
Gettu betur lið Menntaskólans á Egilsstöðum og Útsvarslið Fljótsdalshéraðs mætast í léttri og skemmtilegri spurningakeppni kl. 20, sama kvöld, í Hátíðarsal menntaskólans.
Þá verður boðið upp á hryllingsmynda-sófabíó. En stórmyndin Frankenstein, frá 1931, verður sýnd miðvikudaginn 10. nóvember og Dracula, einnig frá 1931, verður sýnd fimmtudaginn 11. nóvember, en báðar sýningarnar hefjast kl. 20.
Föstudaginn 12. nóvember, kl. 22, verða haldnir tónleikar í Frystiklefanum með hljómsveitinni Myrka. En hér er um að ræða kröftuga og drungalega hljómsveit frá Akureyri, sem nýkomin er úr Bandaríkjatúr og er því í hörku formi.
Future of Hope - Icelandic documentary verður sýnd sunnudaginn 14. nóvember og hefst kl. 20. Myndin fjallar um sjálfbærni á Íslandi, og er landið skoðað eftir hrun, sem smækkuð mynd af heiminum sem við lifum í. Fjallað er um endurnýjanlega orkugjafa og nýjustu rannsóknir í þeim efnum, lífræna ræktun, nýsköpun og frumkvöðlamennsku. Miðaverð er 500 krónur.
Frítt er á viðburðina í Sláturhúsinu á Dögum myrkurs nema á myndina Future of Hope, þar er miðaverð 500 krónur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.