- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á Alþjóðlegri athafnaviku er verið að leggja áherslu á að athafnir eru forsenda framfara svo og á starf frumkvöðla, alþjóðatengsl og á nýtingu þeirra möguleika sem hver staður býður upp á. Ofangreind fyrirtæki kynna starfsemi sína í því ljósi. Boðið verður upp á súpu, brauð, kaffi og meðlæti á Vísindakaffinu og er aðgangur er ókeypis.
Dagskrá Athafnavikunnar á Austurlandi er að öðru leyti eftirfarandi:
11. nóvember - Málþing um Dyrfjöll Náttúrugarð, Samfélag - Náttúra - Ferðaþjónusta. Haldið á Gistihúsinu Egilsstöðum kl. 10:30 -17:30.
13. nóvember - Ég þekki Grýlu kl 10-16. Námskeið á vegum Gunnarsstofnunar og ÞNA um Grýlu og austfirska Grýlukvæðahefð. Skriðuklaustur kl. 10-16. Verð kr. 12.000,-
15. nóvember - Leikskólinn Tjarnarland - Hreindýravika. Kynning á hreindýrum. Skarphéðinn Þórisson sýnir nemendum myndir af hreindýrum og nemendur skapa hreindýr á ýmsan hátt.
17. nóvember - Þekkingarnet Austurlands á Egilsstöðum kl. 11. Mótaðu þína eigin framtíð! Kynning á Gullegginu, frumkvöðlasamkeppni Innovit - Kristján Freyr Kristjánsson, ráðgjafi hjá Innovit kynnir keppnina, námskeið og verkefnastefnumót í tengslum við hana. Gulleggið á Austurlandi verður haldið í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands, Þróunarfélag Austurlands, Austurnet og Nýsköpunarmiðstöð (erindið verður aðgengilegt í fjarfundi á öllum starfsstöðum ÞNA).
17. nóvember - Vísindakaffi í Athafnaviku kl. 12-16 á Hótel Héraði (sjá umfjöllun um Vísindakaffið hér ofar).
17. nóvember - Þorparakvöld kl. 20-22. Opið hús - vöruþróunarverkstæði Þorpsins. Kynning á Þorparasamtökum og starfsemi þorpsins. Tjarnarbraut 39 (gamla sundlaugarhúsið) kl. 20-22.
18. nóvember - Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Þróunarfélagið. Stuðningur við frumkvöðla á Íslandi. Kynning fyrir grunnskólakennara á Fljótsdalshéraði.