Vinningshafi í ratleiknum í Selskógi

Seinni part sumars var settur upp ratleikur í Selskógi með 10 stöðvum. Var hann hugsaður fyrir foreldra og börn yngri en 10 ára og gátu menn skilað úrlausnum í Upplýsingarmiðstöð Austurlands á Egilsstöðum. Fjölmargir tóku þátt í ratleiknum og skiluðu inn úrlausnum. Ákveðið var að draga úr pottinum s.l. föstudag og var það Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs sem gerði það. Sú heppna var Egilsstaðabúinn Helga Jóna Svansdóttir og tók hún á móti verðlaununum sem var frábær göngupoki frá Vango. Eins og sjá má á myndinni var Helga Jóna ánægð með pokann og heitir því að vera dugleg að nota hann í gönguferðum næsta sumar.

Ratleikurinn verður aftur settur upp í vor í Selskógi fyrir gesti og gangandi.