Garðaúrgangssvæðinu við Eyvindará lokað

Vegna óásættanlegrar umgengni á garðaúrgangssvæðinu utan Eyvindarár, hefur verið tekin sú ákvörðun að loka því. Fyrst um sinn verða gámar staðsettir við afleggjarann niður að svæðinu þar sem íbúar geta losað sig við garða- og steypuúrgang. Þeir sem vilja losna við umtalsvert magn verða að koma við á gámavellinum í Tjarnarási á Egilsstöðum og fá leiðbeiningar um hvað gera skuli við úrganginn.