Leigu- og rekstrartaðili Valaskjálfar

Auglýst hefur verið eftir leigu- og rekstraraðila að félagsheimilishluta og eldhúsi Valaskjálfar á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir að hið leigða rými verði nýtt fyrir skemmti- og menningarstarfsemi. Húsnæði það sem auglýst er til leigu er stór salur með sviði, hliðarsalur með bar, lítill salur og bar á efri hæð, anddyri með bar - alls um 820 m2; eldhús og öll helstu eldhústæki - um 55 m2 og aðstaða í kjallara tengd eldhúsi og geymslurými undir sviðið - um 190 m2. Í öðrum hluta hússins er rekið hótel yfir sumartímann af öðrum aðila.

Í umsókn skal m.a. koma fram tilboð í verð á hinu leigða rými, hugmundir um starfsemi sem rekin verður í húsnæðinu og upplýsingar um umsækjanda. Umsóknin skal vera á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is undir: Stjórnsýsla > Útgefið efni>Ýmsar skýrslur.

Umsókn skal senda í síðasta lagi fimmtudaginn 25. nóvember 2010 á:
Fljótsdalshérað - Valaskjálf
Lyngási 12 - 700 Egilsstaðir

Nánar upplýsingar gefa Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundafulltrúi í síma 4 700 700/860 3139 eða Björn Ingimarsson, bæjarstjóri í síma 4 700 700/895 1448.

Fljótsdalshérað áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.