Dyrfjöll - Náttúrugarður

Fimmtudaginn 11. nóvember verður haldið málþingið Dyrfjöll - Náttúrugarður, í Gistihúsinu Egilsstöðum og hefst það kl. 10.30. Frá því síðast liðinn vetur hefur starfshópur með fulltrúum frá Borgarfirði eystra og Fljótsdalshéraði skoðað möguleika og kosti þess að stofna náttúrugarð á svæðinu, m.a. annars undir merkjum Geoparks. En Geoparks eru samtök jarðfræði- eða náttúrugarða sem eru til staðar víða í Evrópu. Meðal þátta sem unnið er með í náttúrugörðum eru t.d. vernd jarðfræðiminja, en einnig og ekki síður fræðsla og ferðaþjónusta. Málþingið er öllum opið án endurgjalds en skráning fer fram í info@elftours.is.

Meðal annarra munu eftirfarandi flytja framsögur og ávörp á þinginu:
- Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
- Hafþór Snjólfur Helgason landfræðingur
- Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
- Edward H. Huijbens forstöðumaður RMF
- Ásta Þorleifsdóttir náttúrufræðingur og framkvæmdastjóri MA
- Arngrímur Viðar Ásgeirsson Ferðaþjónustan Álfheimar
- Ágúst Ólafsson fréttamaður
- Einar Torfi Finsson Íslenskir Fjallaleiðsögumenn
- Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur hjá Umhverfisstofnun
- Chris Woodley-Stewart frá North Pennines Geopark í Durham

Síðari hluti málþingsins er helgaður hópastarfi þar sem meðal viðfangsefna verða:
- Vetur, sumar, vor og haust. Ferðamenn allt árið
- Geopark, leið til gæða og markaða ?
- Dyrfjöll Náttúrugarður. Segull á Austurlandi !
- Krásir, ferðir, hönnun og handverk. Tækifæri í vöruþróun og eflingu atvinnulífs
- Fyrir ferðamenn framtíðarinnar. Næstu skref í uppbyggingu innviða
- 2020 framtíðarsýn fyrir svæðið.