Fréttir

Lífshlaupið 2018 – Fljótsdalshérað etur kappi við Fjarðabyggð

Dagana 31. janúar – 20. febrúar 2018 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er, t.d. með vali á ferðamáta og í frítíma. Á Austurlandi etja bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar kappi og berjast til sigurs.
Lesa

Teflt í Fellaskóla á Skákdegi Íslands

Skákdagur Íslands haldinn víða um land föstudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Lesa

Fíkn eða frelsi? Málþing – hægt að horfa heima í stofu

Ungmennum, foreldrum, forráðafólki, kennurum, og öðrum er bent á áhugavert málþing á vegum Háskólans í Reykjavík, en hægt verður að fylgjast með því á vefnum. Málþingið, sem ber yfirskriftina „Fíkn eða frelsi? Sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja,“ verður haldið á miðvikudag,
Lesa

Skák í sundlauginni á Skákdegi Íslands

Í tilefni Skákdagsins ætlar starfsfólk sundlaugarinnar á Egilsstöðum að dusta rykið af taflborðinu (sem getu flotið) og taflmönnunum. Hvernig væri að drífa sig í sund og heita pottinn og rifja upp mannganginn? Taflið verður í heita pottinum föstudag, laugardag og sunnudag, 26. til 28. janúar.
Lesa

Bjarni og Sigurbjörg í Skógum fengu Þorrann 2018

Sú hefð hefur skapast síðustu ár að á þorrablóti Egilsstaða er afhentur farandgripurinn Þorrinn sem Hlynur á Miðhúsum hefur skorið út. Í ár voru heiðruð hjónin Bjarni og Sigurbjörg sem kennd eru við verslunina Skóga.
Lesa

Kynningarfundur um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum

Opinn kynningarfundur um hugmyndir um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum, skv. lögum nr. 87/2015, verður haldinn á Hótel Héraði fimmtudaginn 25. janúar klukkan 17.
Lesa

Tómstundaframlag tekið upp - Rozrywka rekreacyjna odbędzie się w Fljótsdalshéraði w 2018 roku

Á fundi bæjarstjórnar þann 17. janúar 2018 voru reglur um tómstundaframlag til barna á Fljótsdalshéraði samþykktar samhljóða. Verður tómstundaframlagið að hámarki 15.000 krónur á hvert barn, 4-16 ára, þ.e. þau sem fædd eru á árunum 2002-2014.
Lesa

Atvinnumálasjóður auglýsir eftir umsóknum

Auglýstir hafa verið til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til 8. febrúar 2018. Markmið sjóðsins er að að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði
Lesa

Samningur endurnýjaður við Þjónustusamfélagið

Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og Ívar Ingimarsson formaður Þjónustusamfélagsins á Héraði undirrituðu nýjan samstarfssamning milli sveitarfélagsins og Þjónustusamfélagsins, um áframhaldandi samstarf vegna markaðsmála, þann 15. janúar sl.
Lesa

Fræðsla um rafrettur

Í næstu viku kemur Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MA nemi við Háskólann á Akureyri, og fræðir unglinga á Fljótsdalshéraði um rafrettur, skaðsemi þeirra og áhættu sem fylgir notkun þeirra. Að auki verður fræðsla fyrir foreldra, forráðamenn og aðra áhugasama í Egilsstaðaskóla að kvöldi 24. janúar.
Lesa